
ÓÐUR TIL DANSGÓLFS
SERÍA
Óður til Dansgólfs er sería af verkum.
Öll eru þau, eins og nafnið gefur til kynna, tileinkuð dansgólfinu og þeim athöfnum sem eiga þar stað.
Serían er áframhaldandi rannsókn á dansgólfinu unnin í mismunandi uppfærslum og miðlum.
Ljósmynd:
Kata Jóhanness
Á dansgólfinu verða til töfrar.
Tónlistin er hjartsláttur sem titrar innan í okkur og krefst þess að við dönsum.
Við gefum við okkur á vald tónlistarinnar og gleymum okkur í dansi. Við berskjöldum okkur fyrir okkur sjálfum og fólkinu sem við deilum dansgólfinu með. Á dansgólfinu verðum við eitt með hvert öðru og með tónlistinni og við finnum fullkominn samhljóm. Á dansgólfinu upplifum við alsælu og á meðan ástandið varir er ekkert annað til. Dansgólfið er heilagur staður.
Það sem við gerum þar er ritúal og takmarkið er fullkomin alsæla.