ÓÐUR TIL DANSGÓLFS PORTETT
Dansgólfið er heilagur staður.
Það sem fer þar fram er ritúall og takmarkið fullkomin alsæla.
Dansarar verksins eru Erna Gunnarsdóttir, Ernesto Camilo Aldazabal Valdes, Halla Ólafsdóttir, Inga María Olsen, Saga Sigurðardóttir, Sverrir Gauti Svavarsson og Védís Kjartansdóttir.
Um kvikmyndatöku sá Ásta Jónína Arnardóttir.
Verkið er safn myndbandsportretta þar sem áhorfendur fá að kynnast brot af dönsurum Íslands og verða vitni að óði þeirra til dansgólfsins. Verkið heiðrar dansgólfið sjálft og þá sem hafa helgað því lífi sínu.
Myndbandsverkin eru partur af samnefndri seríu en öll verkin í henni eru, eins og nafnið gefur til kynna, tileinkuð dansgólfinu og þeim athöfnum sem eiga þar stað.
Styrkt af Menningarsjóði Reykjavíkurborgar og sýnt sem hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkur 2020. Verkið var einnig sýnt á Boreal Festival á Akureyri í nóvember 2021.
Linkar að umfjöllun:
Óður til Dansgólfs - Borgin dansar